Systkinin á Berjamó
Höfundur: Örn Friðriksson
Textahöfundur: Steingr. Thorsteinsson
1.
Nú sitjum fjalls à breiðri brún og báðum okkur skemmti lengi.
Yfir velli, vötn og engi, horfi á slegin heimatún.
Og við oss fögur byggðaból, þar blasa hýrt á kyrru fróni.
Fram er svifin nú að nóni hvíldardagsins sól.
Nú sitjum fjalls á breiðri brún og báðum okkur skemmti lengi,
yfir velli, vötn og engi, horfi á slegin heimatún.
2.
Nú rökkrið yfir sígur senn. og svarta lengir hlíðar skugga.
Sólin heima gyllir glugga, fagurt er à fjöllum enn.
En af glettnum álfasveim ótti samt mér stendur nokkur.
Veiða kannske vill hann okkur, því er best við höldum heim.
Nú rökkrið yfir sígur senn og svarta lengir hlíðar skugga
Sólin heimagyllir glugga, fagurt er á fjöllum enn.